18.11.2025 12:00

Flottar orlofsferðir fyrir árið 2026 verða birtar hér á heimasíðu í byrjun febrúar. 

Fylgist vel með og skráið ykkur – því yfirleitt fyllast ferðir fljótt.

 

 

---------------------------------------------------------------------------------------------

Orlofsnefnd húsmæðra Reykjavík starfar samkvæmt lögum nr. 53/1972 [sjá nánar hér: https://www.althingi.is/lagas/nuna/1972053.html]. Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja og sjá um orlofsferðir.

Ferðabæklingur fyrir árið 2026 verður birtur hér á heimasíðu. Konur sem búa í öðru sveitarfélagi en Reykjavík geta farið í ferðir, en verða sjálfar að sækja um niðurgreiðslu til orlofsnefndar í sínu umdæmi. Þær konur sem ekki hafa farið í orlofsferð áður hafa forgang í mánuð eftir að auglýsing hefur verið birt á heimasíðu. Hægt verður að sækja um ferðir á heimasíðu. Orlofskona á rétt á einni niðurgreiðslu á ári.

Konur þurfa að vera færar um að komast leiðar sinnar hjálparlaust eða útvega sjálfar þá aðstoð sem þær kunna að þurfa. Almennt eru gönguleiðir ekki langar nema að þær séu valkvæðar.

18.11.2025 12:00

  • 1
Flettingar í dag: 62
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 81
Gestir í gær: 3
Samtals flettingar: 183504
Samtals gestir: 21146
Tölur uppfærðar: 16.12.2025 15:57:12