Saga orlofsnefndar
Árið 1954 hafði Ragnheiður Möller framsögu um lögfestingu orlofs húsmæðra á Norðurlöndum og lagði til að nefnd undirbyggi málið fyrir landsþing Kvenfélagasambands Íslands. Lög um orlof húsmæðra voru sett á Alþingi 9. júní 196o sem voru endurskoðuð lög nr 53/1972. Meðal þeirra kvenna sem mest beittu sér fyrir orlofsmálinu voru Hallfríður Jónasdóttir og Herdís Ásgeirsdóttir.
Árið 1969 tók Steinunn Finnbogadóttir við af Herdísi Ásgeisdóttur í nefndinni og beitti sér fyrir samstarfi orlofsnefnda um land allt og var falið að sjá um endurskoðun laganna 1972.
Árið 1977 var skorað á Alþingi að fella niður fjárveitingu úr ríkissjóði og ætla sveitarsjóðum einum að veita til þess fé sem svo var samþykkt.