01.02.2022 07:01
Símanúmer og tölvupóstur Orlofsnefndar eru:
Tölvupóstur er: orlofh@simnet.is Veffang er: orlofrvk.123.is og símanúmer er 864 2617 eða 551 2617
Ferðir erlendis
Upplýsingar fyrir allar ferðir til útlanda eru:
Innifalið í verði er. Flug, flugvallaskattur, gisting í tvíbýli, morgunverður, kvöldmatur, allur akstur og ferðir samkvæmt lýsingu fyrir hverja ferð. Íslensk farastjórn. Skráning á skrifstofu Orlofsnefndar í síma 551-2617 eða í síma 864-2617. Staðfestingargjald kr. 60.000,- og er óafturkræf greiðsla. Greiðist hjá Ferðaskrifstofu G. Jónassonar, sími 511- 1515, eða að Vesturvör 34, Kópavogi. Fullnaðargreiðsla 8 vikum fyrir brottför.
Fullnaðargreiðsla fyrir:
• Munið eftir gildum vegabréfum í utanlandsferðum.
• Forfallatrygging er ekki innifalin í staðfestingargjaldi.
• Ferða- og forfallatryggingar eru á eigin ábyrgð.
• Vinsamlegast athugið að breytingar geta orðið á skoðunarferðum vegna veðurs. • Skatta- og gengisbreytingar gætu breytt auglýstu verði.
• Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík og Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar bera ekki ábyrgð á töfum eða breytingum á ferðaáætlun vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna. Vísað er í almenna ferðskilmála á heimasíðu ferðaskrifstofunnar.
• Hafið ætíð evrópskt sjúkratryggingakort „E-111“ frá Sjúkratryggingum Íslands meðferðis í utanlandsferðir.
• Konur sem búa í öðru sveitarfélagi en Reykjavík geta farið í ferðir, en verða sjálfar að sækja um niðurgreiðslu til orlofsnefndar í sínu umdæmi.
• Staðfestingargjald vegna ferða þarf að greiða innan viku eftir að þátttaka hef ur verið samþykkt. Verði gjaldið ekki greitt innan þess tíma fellur pöntunin niður. Gengið skal frá fullnaðargreiðslu ferðar á viðkomandi ferðaskrifstofu, nema annað sé tekið fram.
• Vinsamlegast boðið forföll eins skjótt og auðið er. Endurgreiðslur eru sam kvæmt almennum ferðaskilmálum á heimsíðu viðkomandi ferðaskrifstofu. • Þær konur, sem ætla að nýta gjafabréf Icelandair, þurfa að afhenda það þegar staðfestingargjald er greitt og ekki síðar en 8 vikum fyrir brottför. Gjafabréf er ekki hægt að nota upp í greiðslu staðfestingargjalds. Eingöngu er heimilt að nota eitt gjafabréf í hverja ferð. Ekki er hægt að framvísa gjafabréfi eftir að farseðill hefur verið gefinn út.