08.06.2022 16:50

08.06.2022 16:50

 

Ferðir ársins 2025

Vinsamlega skráið ferðirnar inn á orlofrvk.123.is undir umsóknir.  Ekki inn á netfang.

Upplýsingar fyrir allar ferðir til útlanda:.

Konur sem búa í öðru sveitarfélagi en Reykjavík geta farið í ferðir, en verða sjálfar að sækja um niðurgreiðslu til orlofsnefndar í sínu umdæmi.

Ferðaskrifstofa G. Jónassonar innheimtir staðfestingargjald og lokagreiðslu, (*sjá skilmála um staðfestingargjald) sími 520 5200, Fullnaðargreiðsla 8 vikum fyrir brottför. Sé ekki staðið í skilum með greiðslur, fellur pöntunin niður.

Innifalið í verði er: Flug, flugvallaskattar, gisting í tvíbýli, morgunverður, kvöldverður, allur akstur og skoðunarferðir samkvæmt lýsingu fyrir hverja ferð og íslensk farastjórn. Staðfestingargjald er kr. 60.000,- og er ófturkræf greiðsla.

Í öllum ferðum má gera ráð fyrir einhverjum göngum. Farþegar þurfa því að geta komizt leiðar sinnar hjálparlaust, eða útvega sjálfir þá aðstoð, sem þeir kunna að þurfa. Almennt eru gönguleiðir ekki langar, nema þær séu valkvæðar. Hvað aðra skilmála varðar vísast í „almenna ferðaskilmála“ á heimasíðu okkar ferdir.is.

 

Ath.

Tvö laus sæti í Rínarsiglingu.

Fáein sæti laus til Elsass, Prag og Heidelberg

 

 

 

(UPPSELD) Dagsferð: Óvissuferð um Ísland, 12. júlí

Lagt af stað frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík, kl. 10:00, og farið verður í óvissuferð um Ísland.

Verð á mann: kr 6.000,-

 

 

 

(UPPSELD) Suður Frakkland og Ítalía - Rívíeran, 2. – 8. júní

02.06. Flogið með flugi FI-560 klukkan 08:20 til borgarinnar Nice við Miðjarðarhafströnd Frakklands og lent þar klukkan 14:40. Þaðan er ekið að Splendid Hotel, sem er vel staðsett 4ra stjörnu hótel í miðborg Nice, þar sem við munum gista næstu 4 nætur. Eftir innritun verður síðan farið í gönguferð, með staðkunnugum leiðsögumanni, um borgina. Kvöldverður á veitingastað.

03.06. Farið skoðunarferð til Saint Paul de Vence, sem er einn bezt varðveitti miðaldabær við suðurströnd Frakklands og er einnig þekktur fyrir söfn og listagallerí og fjölda listamann, sem hafa kosið að búa þar. Þar gerum við góðan stanz en síðan förum til Vence og heimsækjum Matisse kapelluna, sem hönnuð var af listamanninum Henri Matisse, og hann kallaði sjálfur „meistaverk sitt“. Sameiginlegur kvöldverður á veitingastað

04.06. Frjáls dagur í Nice, sem er fimmta stærsta borg Frakklands og er gjarnan kölluð „hin fagra Nice“. Borgin er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðann og hefur lengi verið fjölsótt, bæði af ferðamönnum og listamönnum. Sameiginlegur kvöldverður á veitingastað.

05.06. Stutt sveitaferð. Farið upp í hæðirnar norðan Nice og litið við hjá vínbónda. Þar fræðumst við um vínræktina og brögðum á víninu. Á heimleið er svo komið við á veitingastað og snæddur hádegisverður. Áætluð kom til Nice um klukkan 14:00. Sameiginlegur kvöldverður á veitingastað.

06.06. Eftir morgunverð skráum við okkur út af hótelinu og ökum eftir frönsku og ítölsku rivíerunni til hafnarborgarnnar Genúa í Ítalíu. Við gefum okkur góðan tíma í franska hafnarbænum Menton, sem m.a. er þekktur fyri ávaxta- og þá sérstaklega sítrónurækt, allt frá fjórtándu öld. Bærinn oft nefndur sítrónuhöfuðborg Evrópu, enda er þar árlega haldin Sítrónuhátíð. Gamli bæjarhlutinn í Menton er einstaklega fallegur og við munum skoða okkur um þar og kynnast sítrónuræktinni. Komið til Genúa síðdegis og gist þar tvær nætur. Sameiginlegur kvöldverður.

07.06. Farið fyrir hádegi í gönguferð um gamla bæinn í Genúa. Síðdegið frjálst. Sameiginlegur kvöldverður.

08.06. Lagt af stað klukkan 09:00 til Malpensaflugvallar, þaðan sem flogið er heim með FI 591 klukkan 15.10. Lent í Keflavík klukkan 17:25.

Verð á mann í tvíbýli: kr. 275.100,-

Aukagjald fyrir einbýli: kr. 129.200,-

 

 

 

(2 SÆTI LAUS) Rínar - og Móselsigling, 17. – 21. júlí

17.07. Flogið með Flugi FI-568 til Zürich kl. 07:20 og lent þar klukkan13:05. Ekið þaðan til Strassborgar, þar sem við innritum okkur í farþegaskipið Monet þar sem við gistum næstu 4 nætur. Kvöldverður um borð og að honum loknum kynnir áhöfnin sig og skemmtun og tónlist verður í aðalsalnum, eins og reyndar á hverju kvöldi.

18.07. Þegar við vöknum erum við komin á siglingu niður eftir Rínarfljóti. Eftir morgunverð er komið við í þýzku borginni Mainz. Um morguninn gefst okkur tími til þess að skoða okkur um þessari 2000 ára gömlu borg áður en við höldum siglingunni áfram og tökum land í vínræktarbænum Rüdesheim þar sem við förum í land og skoðum okkur um.Síðdegis siglum við svo um fegursta hluta Rínardalsins þar sem vínekrur liggja upp eftir hlíðunum og fornir kastalar standa uppi á hverri hæð. Við siglum fram hjá Lorelei kletti þar sem vatnadísin Lorelei heillar til sín þá sem framhjá sigla með söng sínum. Í lok dags er svo komið til smábæjarins Boppard þar sem skipið liggur um nóttina. Tilvalið að líta í bæinn um kvöldið.

19.07. Um morguninn er siglt til Koblenz. Koblenz er forn borg og fögur og á sér áhugaverða sögu. Hún stendur við Þýzka hornið svokallaða þar sem ármót Rínar og Mósel eru. Við skoðum okkur aðeins um í Koblenz áður en við siglum af stað upp Mósel og komum svo síðdegis til smábæjarins Alken þar sem skipið okkar mun liggja um nóttina.

20.07. Siglt upp eftir Mósel, þar sem hún liðast eftir Mósel-dalnum með vínekrur upp eftir öllum hlíðum. Komið til Cochem síðdegis og farið þar í gönguferð um miðbæinn. Um kvöldið er svo „gala“-kvöld um borð þar sem boðið er til hátíðarkvöldverðar og hressilegrar kvöldskemmtunar

21.07. Haldið frá borði eftir morgunverð og ekið með stoppum til Frankfurtflugvallar þaðan sem flogið verður með FI-523 klukkan 17:10 og lent í Keflavík klukkan 18:45.

Verð á mann í tvíbýli: kr. 210.000,-

Aukagjald fyrir einbýli: kr. 53.000,-

 

 

 

(UPPSELD) Norður Ítalía, Stresa, 5. – 10. ágúst

05.08. Flogið með flugi Flugleiða FI-592 klukkan 15:45 frá Keflavík til Milano. Lent þar klukkan 22:00. Þaðan er ekið að bænum Stresa við Maggiore vatnið, sem er næststærsta stöðuvatn Ítalíu og liggur bæði í Ítalíu og Sviss. Þar gistum við næstu fimm nætur á Hótel Regina Palace, sem er meira en 100 ára gamalt glæsihótel, sem hýst hefur kóngafólk og auðmenn og leikara og listamenn allt fram á okkar daga. Kvöldhressing býður okkar á hóteli eftir innritun.

06.08. Dagsferð á Maggiore-vatni. Farið verður á siglingu á vatninu til Borromeo eyjanna og og tekið land á helztu eyjunum. M.a. Isola Bella (Fagurey), þar sem við skoðum stórkostlega höll Borromeo-ættarinnar, sem enn á flesta eyjar á vatninu, og einnig einstaklega fallegan lystigarðinn. Kvöldverður á hóteli.

07.08. Frjáls dagur í Stresa. Tilvalinn til þess að eyða í göngu meðfram vatninu, sitja á kaffihúsi og kynnast heimamönnum. Einnig að nota aðstöðuna við hótelið okkar, en þar er bæði úti- og innisundlaug, sundlaugabar, gufuböð o.fl. Kvöldverður á hóteli

08.08. Um morguninn er farið í skoðunarferð til Taranto garðanna, sem gerðir voru af Skotanum Neil McEarcharn fyrir bráðum 80 árum síðan og þykja einstaklega fagrir. Síðdegið frjálst í Stresa. Kvöldverður á hóteli.

09.08. Sveitaferð. Ekið upp Ossoladalinn til borgarinnar Domodossola og síðan farið í vínog matarsmökkun hjá ungum bónda og bragðað á afurðum héraðsins. Kvöldverður á hóteli.

10.08. Brottför frá hóteli fyrir hádegi. Ekið til Sviss og um Alpadali og skörð til Zürichflugvallar. Flogið heim klukkan 16:55 með FI-592 og lent í Keflavík klukkan 18:45.

Verð á mann í tvíbýli: kr. 210.000,-

Aukagjald fyrir einbýli: kr. 69.700,-

 

 

 

(FÁEIN SÆTI LAUS) Ferð til Elsasshéraðs í Frakkland, 12. – 17. ágúst

12.08. Flogið með Flugleiðum FI-520 kl.07:20 til Frankfurt og lent þar klukkan 13:00. Ekið til Heidelberg og stanzað þar. Gengið um miðbæ borgarinnar og gefinn frjáls tími til að skoða sig um. Heidelberg er heillandi borg, sem er vel heimsóknarinnar virði. Þar er meðal annars að finna elzta og jafnframt einn virtasta háskóla Þýzkalands, sem setur óneitanlega svip á borgina. Ekið áfram til Strassborgar og komið þangað um klukkan 19:00. Gist þar 5 nætur á vel staðsettu hóteli í miðbænum. Sameiginlegur kvöldverður

13.08. Farið í stutta gönguferð um Strassborg. Þetta er falleg og gömul borg þar sem mætast þýzk og frönsk menning enda er borgin á fornu átakasvæði þessara stórþjóða og hefur tilheyrt hvoru ríkinu um sig í gegnum tíðina. Borgin stendur við ána Ill, sem er ein af þverám Rínar. Miðbær borgarinnar er á eyju úti í ánni og er hann allur á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Þar er meðal annars að finna dómkirkjuna, sem eitt sinn var hæzta bygging veraldar og einnig „Litla-Frakkland“ (Petite France), sem er heillandi hverfi byggt gömlum grindarmúrshúsum sem standa við kvíslar Ill. Sameiginlegur kvöldverður.

14.08. Farið í skoðunarferð um Elsass-hérað. Meðal annars er komið við í borginni Colmar, þar verður gönguleiðsögn um borgina, og farið í vínsmökkun, enda héraðið víðfrægt fyrir vínrækt sína, og litið við í vínræktarbæjunum Ribauvillé og Riquewihr. Sameiginlegur kvöldverður.

15.08. Frjáls dagur í Strassborg. Sameiginlegur kvöldverður.

16.08. Stutt skoðunarferð um Svartaskóg, fjalllendið í SV-Þýzkalandi. Meðal annars skoðað sig um í bænum Gengenbach, sem kallaður hefur verið „perla Svartaskógar“. Sameiginlegur kvöldverður

17.08. Ekið um klukkan 11:00 frá Strasbourg til Frankfurt þaðan sem flogið verður til Keflavíkur með FI-523 Kl.17:10 og lent í Keflavík 18:45.

Verð á mann í tvíbýli: kr. 160.000,-

Aukagjald fyrir einbýli: kr. 25.500,-

 

 

 

(UPPSELD) Norður Ítalía og Garda, 25. – 30. ágúst

25.08. Flogið frá Keflavík með FI-590 klukkan 08:20 til Mílanó og lent þar klukkan 14:30. Þaðan er ekið til bæjarins Bussolengo, sem er örskammt frá bæði Gardavatninu og borginni Verona. Þar gistum við næstu 5 nætur á Montresor Hotel Tower. Kvöldverður á hóteli.

26.08. Skoðunarferð um Gardavatnið. Garda er stærsta stöðuvatn á Ítalíu. Þar er mikil náttúrufegurð og allt í kringum vatnið eru fallegir smábæir. Við byrjum á að aka til Riva del Garda, við norðurenda vatnsins og höldum svo þaðan til Limone. Limone er ákaflega fallegur bær, þar sem er allnokkur sítrónurækt og fólk þaðan er, af einhverjum ástæðum, almennt mun ólíklegra til þess að fá hjarta- og æðasjúkdóma en gengur og gerist. Eftir að hafa gert góðan stanz í Limone siglum við svo til Malcesine. Þar stoppum við einnig til að skoða okkur um áður en haldið er heim til Bussolengo. Kvöldverður á hóteli.

27.08. Fyrir hádegi er farið í stutta ferð um sveitina, sem er rómuð fyrir vínrækt, Valpolicella. Þar lítum við inn hjá vínbónda, fræðumst um afurðir hans og fáum síðan að smakka á þeim yfir léttum hádegisverði. Síðdegið frjálst og kvöldverður á hóteli.

28.08. Dagsferð til Verona. Verona er forn og falleg borg, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Þar er meðal annars er að finna eitt bezt varðveitta hringleikahús frá dögum Rómverja, Arena, og þar bjuggu elskendurnir Rómeó og Júlía, sem Shakespeare gerði ódauðleg í leikriti sínu. Við göngum um miðbæinn, sjáum m.a. hringleikahúsið, Piazza della Erbe (markaðstorgið), fallegar götur og sögufræg torg og lítum einnig inn í húsagarðinn hjá Júlíu og sjáum svalirnar hennar. Við fáum síðan frjálsan tíma til að skoða okkur um í þessari fallegu borg. Kvöldverður á hóteli.

29.08. Heilsdagsferð til Feneyja. Feneyjar eru sérstök borg, sem á sér litríka sögu. Þær voru öldum saman mikið verzlunar- og viðskiptaveldi. Feneyjar áttu nýlendur um allt austavert Miðjarðarhaf og voru sjálfstætt lýðveldi í ellefuhundruð ár, eða allt þar til Napóleon ákvað einfaldlega að leggja það niður og gefa Austurríkismönnu m. Feneyingar hafa enn ekki fyrirgefið það. Við röltum um Feneyjar og sjáum m.a. Markúsartorgið og Hertogahöllina og fáum svo góðan frjálsan tíma til líta í kringum okkur. Kvöldverður á hótel.

30.08. Haldið frá hóteli til Malpensa flugvallar fyrir hádegi. Flogið heim með FI-591 klukkan 15:30 og lent í Keflavík klukkan 17:45.

Verð á mann í tvíbýli: kr. 205.000,-

Aukagjald fyrir einbýli: kr. 35.000,-

 

 

 

(FÁEIN SÆTI LAUS) Ferð til Prag, 1. – 5. október

01.10. Flogið með flugi Icelandair FI-536 frá Keflavík kl.07:20 til Prag, höfuðborgar Tékklands og lent þar klukkan 13:05. Prag er forn og sögufræg borg, sem um tíma var höfuðborg sambandslýðveldisins Tékkóslóvakíu og áður konungsríkisins Bæheims, sem um aldir var hluti af veldi Habsborgarættarinnar. Litrík saga borgarinnar hefur sett mark sitt á útlit hennar, hér er meðal annars að finna óspilltar gotneskar byggingar, barrokk og jugendstil. Fljótið Vltava eða Moldá rennur í gegnum borgina og er spannað af mörgum brúm, meðal annars hinni stórmerkilegu Karlsbrú, sem byggð var á 14. öld. Gist Hotel Pyramida í Prag næstu 5 nætur. Sameginlegur kvöldverður.

02.10. Farið í skoðunarferð um borgarhverfin vestan Moldár. Gengið um Hradcany, kastalahæðina, þar sem dómkirkjan er og konugshöllin. Við göngum um kastalasvæðið, lítum við í dómkirkju heilags Vítusar, einu helzta kennileiti Pragborgar, heimsækjum “Gullgötuna“ og göngum síðan niður “Gömlu kastaþrepin“ og niður í Mala Strana, Litlu hlíð. Þaðan göngum við svo yfir anes brúna og ljúkum ferðinni í gamla gyðingahverfinu, Josefov. Sameiginlegur kvöldverður.

03.10. Dagsferð til Kutná Hora, sem á sínum tíma var fræg fyrir silfurnámur sínar og skartar meðal annars glæsilegri gotneskri kirkju og „beinakapellu“, sem við munum heimsækja. Sameiginlegur kvöldverður.

04.10. Frjáls dagur í Prag. Um kvöldið verður farið með rútu út fyrir borgina í hátíðarkvöldverð með þjóðdansasýningu, tónlist og ómældum drykkjum með matnum.

05.10. Ekið klukkan 10:30 út á flugvöll. Flogið er með Flugleiðum FI 537 kl. 14:05 til Keflavíkur og lent þar 16:00.

Verð á mann í tvíbýli: kr. 150.000,-

Aukagjald fyrir einbýli: kr. 51.700,-

 

 

 

(UPPSELD) Ferð til Bodensee, 12. – 17. október

12.10. Flogið með Flugleiðum FI-532 kl.07:20 til München og lent þar kl.13:05. Ekið þaðan til Bodensee og gist næstu 5 nætur á “Hotel Seereich“ í borginni Lindau, sem er gömul borg og skartar fallegum miðbæ á eyju úti í vatninu. Bodensee liggur að þremur löndum, Þýskalandi, Sviss og Austurríki og er þriðja stærsta stöðuvatn Mið-Evrópu. Vatnið er mikil ferðamannaparadís og hefur upp á margt að bjóða fyrir þá sem vilja njóta þessa fallega umhverfis. Sameiginlegur kvöldverður.

13.10. Gönguferð um Lindau og sigling á Bodensee. Sameiginlegur kvöldverður.

14.10. Farið um Austurríki til Sviss og til smáríkisins Liechtenstein. Ekið um svissnesku kantónurnar Appenzell Innerrhoden, Appenzell Ausserrhoden og St. Gallen, stanzað í bæjunum St. Gallen og Appenzell og einnig í Vaduz, höfuðborg Liechtenstein. Sameiginlegur kvöldverður.

15.10. Frjáls dagur. Tilvalið að eyða deginum í Lindau eða skreppa borgarinnar Friedrichshafen, sem á sínum tíma var heimahöfn Zeppelin-loftskipanna. Sameiginlegur kvöldverður.

16.10. Heilsdagsferð um þýzku Alpana þar sem meðal annars er komið til Hohenschwangau en þar er að finna Neuschwanstein, sem er ein af ævintýarhöllum Lúðvíks „brjálaða“ Bæjarakonungs. Sameiginlegur kvöldverður

17.10. Eftir morgunverð er haldið til München og flogið þaðan með Flugleiðum FI-533 kl. 14:05 til Keflavíkur og lent þar 16:00. Ekið til Hafnarfjarðar.

Verð á mann í tvíbýli: kr. 195.000,-

Aukagjald fyrir einbýli: kr. 46.500,-

 

 

 

(UPPSELD) Jólamarkaðsferð til Berlínar, 27. nóvember – 1. desember

27.11. Flogið með FI-528 klukkan 07:30 til Berlínar og lent þar klukkan 12:00. Þegar þangað kemur verður farið í stutta skoðunarferð um borgina. Berlín er sú borg Evrópu sem er í hvað örustum vexti. Þetta er svipmikil borg með litríka sögu að baki. Hún var eitt sinn höfuðborg Brandenborgar og síðar Prússlands. Á árunum 1871 til 1945 var hún höfuðborg sameinaðs Þýzkalands og það hlutverk sitt enduheimti hún svo árið 1990. Berlín var að miklu leiti í rúst eftir hildarleik seinni heimsstyrjaldar og undir lok hennar laust herjum Þjóðverja og Sovétmanna saman á götum borgarinnar en nú hefur hún að mestu verið endurreist. Á síðustu öld var borginni skipt með múr milli tveggja ríkja, tveggja hugsjóna og tveggja stórvelda í tæpa þrjá áratugi og má enn sjá merki þessara skiptingar þó þau fari hverfandi. Að skoðunarferð lokinni er haldið á Hotel Park Inn Radisson, þar sem gist verður næstu 4 nætur. Sameiginlegur kvöldverður.

28.11. Farið í gönguferð um gamla miðbæinn, Mitte. Að henni lokinni er síðdegið frjálst. Jólamarkaðarnir setja sannarlega svip sinn á borgina á þessum tíma. Hótelið stendur við Alexanderplatz og þar er veglegur jólamarkaður og í göngufæri eru einnig markaðir á Gendarmenmarkt og við ráðhúsið. Sameiginlegur kvöldverður.

29.11. Frjáls dagur í Berlín. Í næsta nágrenni hótelsins er að finna áhugaverð söfn, stórverzlanir, skemmtileg kaffihús o.fl. Einnig er gaman að skreppa yfir til vesturhluta borgarinnar og spóka sig á Kurfürstendamm og aðliggjandi götum og kíkja á jólamarkaðinn við Minningarkirkjuna, Gedächtniskirche. Sameiginlegur kvöldverður.

30.11. Dagsferð til Dresden. Dresden er höfuðborg sambandslandsins Saxlands og var áður nefnd „Flórens við Saxelfi“. Borgin var að mestu lögð í rúst í skelfilegri loftárás undir lok seinni heimsstyrjaldar í febrúar 1945. Fljótlega eftir stríð var byrjað að endurbyggja gamla miðbæinn og má segja að í dag sé því verki að mestu lokið. Þarna er að finna gullfallegar byggingar s.s. Semperóperuna, Zwinger-garðinn, Frúarkirkjuna, konungshöllin o.fl. Á aðventunni er þar stór og skemmtilegur jólamarkaður, sem ereinn sá elzti í heimi og hefur verið haldinn frá fimmtándu öld. Komið til Berlínar í lok dags. Sameiginlegur kvöldverður.

01.12. Heimferðardagur. Haldið af stað frá hóteli út á flugvöll fyrir hádegi. Brottför með FI-529 kl. 12:55 og lent í Keflavík klukkan 15:45.

Verð á mann í tvíbýli: kr. 140.000,-

Aukagjald fyrir einbýli: kr. 35.000,-

 

 

 

(FÁEIN SÆTI LAUS) Jólaferð til Heidelberg, 4. – 8. desember

04.12. Flug FI520 kl 07:25 til Frankfurt og lent þar klukkan 12:05. Ekið til Heidelberg. Þar innritum við okkur inn á Hotel Hilton, þar sem við munum gista næstur 4 nætur. Sameiginlegur kvöldverður.

05.12. Um morguninn er farið í gönguferð um miðborg Heidelberg með leiðsögn, síðdegið frjálst. Sameiginlegur kvöldverður.

06.12. Frjáls dagur í Heidelberg. Sameiginlegur kvöldverður

07.12. Farið í rútuferð til borgarinnar Mannheim, sem stendur við Rínarfljót og skartar stórum og skemmtilegum jólamarkaði. Sameiginlegur kvöldverður.

08.12. Heimferðardagur. Ekið frá Heidelberg til Frankfurt. Flogið heim með FI 521 klukkan 13:05 til Keflavíkur og lent 16:55.

Verð á mann í tvíbýli: kr. 150.000,-

Aukagjald fyrir einbýli: kr. 62.200,-

 

 

 

Upplýsingar fyrir farþega:

  • • Staðfestingargjald vegna ferða þarf að greiða innan viku eftir að þátttaka hefur verið samþykkt. Ferðaskrifstofan mun senda út greiðsluhlekk til viðkomandi. Verði gjaldið ekki greitt inna tiltekins tíma fellur pöntunin niður. Gengið skal frá fullnaðargreiðslu ferðar á viðkomandi ferðaskrifstofu, nema annað sé tekið fram.
  •  
  • • Vinsamlegast boðið forföll eins skjótt og auðið er. Endurgreiðslur eru samkvæmt almennum ferðaskilmálum á heimasíðu viðkomandi ferðaskrifstofu.
  •  
  • • Forfallatrygging er ekki innifalin í staðfestingargjaldi.
  •  
  • • Ferða- og forfallatryggingar eru á eigin ábyrgð.
  •  
  • • Skatta- og gengisbreytingar gætu breytt auglýstu verði
  •  
  • • Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík og Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar bera ekki ábyrgð á töfum eða breytingum á ferðaáætlun vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna. Vísað er í almenna ferðaskilmála á heimasíðu ferðaskrifstofunnar.
  •  
  • • Hafið ætíð evrópskt sjúkratryggingakort „E-111“ frá Sjúkratryggingum Íslands meðferðis í ferðir til EES-landa.
  •  
  • • Vinsamlegast athugið að breytingar geta orðið á skoðunarferðum vegna veðurs eða annarra þátta.
  •  
  • • Munið eftir gildum vegabréfum í utanlandsferðum.
  •  
  • • Ekki er hægt að nota gjafabréf Icelandair.
  •  

 

01.02.2022 07:01

Símanúmer  og tölvupóstur Orlofsnefndar eru:

Tölvupóstur er:   orlofh@simnet.is  Veffang er: orlofrvk.123.is og símanúmer er 864 2617 eða  551 2617

 

Ferðir erlendis 

Upplýsingar fyrir allar ferðir til útlanda eru: 

Innifalið í verði er. Flug, flugvallaskattur, gisting í tvíbýli, morgunverður, kvöldmatur, allur akstur og ferðir samkvæmt lýsingu fyrir hverja ferð. Íslensk farastjórn.  Skráning á skrifstofu Orlofsnefndar í síma 551-2617 eða í síma 864-2617. Staðfestingargjald kr. 60.000,- og er óafturkræf greiðsla. Greiðist hjá Ferðaskrifstofu G. Jónassonar, sími 511- 1515, eða að Vesturvör 34, Kópavogi. Fullnaðargreiðsla 8 vikum fyrir brottför.

 

Fullnaðargreiðsla fyrir:  

• Munið eftir gildum vegabréfum í utanlandsferðum.  

• Forfallatrygging er ekki innifalin í staðfestingargjaldi.  

• Ferða- og forfallatryggingar eru á eigin ábyrgð. 

• Vinsamlegast athugið að breytingar geta orðið á skoðunarferðum vegna veðurs. • Skatta- og gengisbreytingar gætu breytt auglýstu verði. 

• Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík og Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar  bera ekki ábyrgð á töfum eða breytingum á ferðaáætlun vegna ófyrirsjáanlegra  aðstæðna. Vísað er í almenna ferðskilmála á heimasíðu ferðaskrifstofunnar. 

• Hafið ætíð evrópskt sjúkratryggingakort „E-111“ frá Sjúkratryggingum Íslands  meðferðis í utanlandsferðir.  

• Konur sem búa í öðru sveitarfélagi en Reykjavík geta farið í ferðir, en verða  sjálfar að sækja um niðurgreiðslu til orlofsnefndar í sínu umdæmi.  

• Staðfestingargjald vegna ferða þarf að greiða innan viku eftir að þátttaka hef ur verið samþykkt. Verði gjaldið ekki greitt innan þess tíma fellur pöntunin  niður. Gengið skal frá fullnaðargreiðslu ferðar á viðkomandi ferðaskrifstofu,  nema annað sé tekið fram. 

• Vinsamlegast boðið forföll eins skjótt og auðið er. Endurgreiðslur eru sam kvæmt almennum ferðaskilmálum á heimsíðu viðkomandi ferðaskrifstofu. • Þær konur, sem ætla að nýta gjafabréf Icelandair, þurfa að afhenda það þegar  staðfestingargjald er greitt og ekki síðar en 8 vikum fyrir brottför. Gjafabréf er  ekki hægt að nota upp í greiðslu staðfestingargjalds. Eingöngu er heimilt að nota  eitt gjafabréf í hverja ferð. Ekki er hægt að framvísa gjafabréfi eftir að farseðill  hefur verið gefinn út. 

 

29.01.2022 09:29

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 97
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 149442
Samtals gestir: 17658
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 11:00:06