08.06.2022 16:50


08.06.2022 16:50

ATH: Skrifstofa orlofsnefndar verður ekki opin á þessu ári.  Lokað allt árið 2024.

Hægt er að ná í okkur í síma 864 2617 eða senda okkur tölvupóst á orlofh@simnet.is

 

Ferðir ársins 2024

Upplýsingar fyrir allar ferðir til útlanda:

Innifalið í verði er: Flug, flugvallaskattur, gisting í tvíbýli, morgunverður, kvöldmatur, allur akstur og ferðir samkvæmt lýsingu fyrir hverja ferð og íslensk farastjórn.

Hægt er að sækja um ferð í síma 864-2617 eða koma eyðublaði inn á skrifstofu okkar á Hverfisgötu 69, 101 Reykjavík.

Staðfestingargjald kr. 60.000,-, greiðist hjá Ferðaskrifstofu G. Jónassonar, sími 511-1515, eða að Vesturvör 34, Kópavogi. Fullnaðargreiðsla 8 vikum fyrir brottför.

 

Allar ferðir ársins 2024 eru uppseldar.

 

 

(UPPSELD) Dagsferð: Óvissuferð um Ísland, 27. júlí 2024

Lagt af stað frá Umferðamiðstöðinni í Reykjavík, kl. 10:00, og farið verður í óvissuferð um Ísland. Hádegismatur innifalinn.

Verð á mann: kr 5.000,-

 

 

 

(UPPSELD) Færeyjar, 07. - 10. júní 2024

07.06.  Flogiõ frá Keflavík klukkan 09:00 með RC-402 til Færeyja og lent á Vogaflugvelli kl. 11:25. Þaðan er ekið, með útúrdúrum, til Þórshafnar þar sem gist verður á Hótel Föroyar, sem er 4ra stjörnu hótel á fallegum stað fyrir ofan bæinn, nastu fjórar nætur. Kvöldverður á hóteli.

08.06.  Brottför frá hóteli með rútu klukkan 10:00 og ekiõ með stoppi vid Norðurlandahúsið niður i miðbæ, Þar verður boðið upp á morgungöngu um elztu hverfi bæjarins, Tinganes og Reyni. Þórshöfn, höfuðstaður Færeyja, er ein minnsta höfuborg heims en þar er margt að upplifa og skoða auk þess sem gaman er að sækja frændur okkar heim. Í Þórshöfn er m.a. að finna Norðurlandahúsið, Listasavn Föroya, Föroya fornminnisavn, ágæta veitingastaði, kaffihús, verslanir og hótel sambærileg því sem gerist annarstaðar í Evrópu. Kvöldverður á hóteli.

09.06.  Klukkan 09:30 er farið í dagsferð um Straumey og Austurey. Ekið er um Kaldbaksfjörð og Kollafjörð til Tjörnuvíkur og stanzað við Fossá, keyrt yfir Sundabrúna til Austureyjar. Þar er svo farið að Eiði og Gjógv. l Gjógv bíður okkar léttur hádegisverður. Undir lok dags er svo komið við i Kirkjubæ, einum sögufrægasta stað eyjanna, áður en haldið er aftur heim til Þórshafnar. Kvöldverður á hóteli.

10.06.  Farið af stað frá hótelinu klukkan 08:00 og ekið út á flugvöll. Flogiõ heim meõ RC-401 klukkan 10:30 og lent i Keflavík 11:00.

Verð á mann í tvíbýli: kr. 120.000,-

 

 

 

(UPPSELD) Ítalíuferð til Garda, Verona og Feneyja, 15. - 20. júní 2024

15.06.  Flogið frá Keflavík með FI-590 til Mílanó og lent þar klukkan 14:45. Þaðan er ekið til bæjarins Bussolengo, sem er örskammt frá bæõi Gardavatninu og borginni Verona. Þar gistum við næstu 5 nætur á Montresor Hotel Tower. Kvöldverður á hóteli.

16.06.  Skoðunarferð um Gardavatnið. Garda er stærsta stöðuvatn á Ítalíu. Þar er mikil náttúrufegurð og allt í kringum vatnið eru fallegir smábæir. Viõ byrjum á að aka til Riva del Garda, við norðurenda vatnsins og höldum svo þaðan til Limone. Limone er ákaflega fallegur bær, þar sem er allnokkur sítrónurækt og fólk þaðan er, af einhverjum ástæðum, almennt mun ólíklegra til þess að fá hjarta- og æðasjúkdóma en gengur og gerist. Eftir að hafa gert góðan stanz í Limone siglum við svo til Malcesine. Þar stoppum við einnig til að skoða okkur um áður en haldið er heim til Bussolengo. Kvöldverður á hóteli.

17.06.  Fyrir hádegi er farið í stutta ferð um sveitina, sem er rómuð fyrir vínrækt, Valpolicella. Þar lítum viõ inn hjá vínbónda, fræðumst um afurðir hans og fáum síðan að smakka á þeim yfir léttum hádegisverði. Síðdegið frjálst og kvöldverður á hóteli.

18.06.  Dagsferð til Verona. Verona er forn og falleg borg, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóõanna. Þar er meðal annars er að finna eitt bezt varðveitta hringleikahús frá dögum Rómverja, Arena, og þar bjuggu elskendurnir Rómeó og Júlía, sem Shakespeare gerði ódauðleg í leikriti sínu. Viõ göngum um miðbæinn, sjáum m.a. hringleikahúsið, Piazza della Erbe (markaðstorgið), fallegar götur og sögufræg torg og lítum einnig inn í húsagarðinn hjá Júlíu og sjáum svalirnar hennar. Viõ fáum síðan frjálsan tíma til að skoða okkur um i þessari fallegu borg. Kvöldverður á hóteli.

19.06.  Heilsdagsferð til Feneyja. Feneyjar eru sérstök borg, sem á sér litríka sögu. Þær voru öldum saman mikið verzlunar- og viðskiptaveldi. Feneyjar áttu nýlendur um allt austavert Miðjarðarhaf og voru sjálfstætt lýðveldi í ellefuhundruð ár, eða allt þar til Napóleon ákvað einfaldlega að leggja það niður og gefa Austurríkismönnum. Feneyingar hafa enn ekki fyrirgefið það. Við röltum um Feneyjar og sjáum m.a. Markúsartorgið og Hertogahöllina og fáum svo góðan frjálsan tíma til að líta í kringum okkur. Kvöldverður á hóteli.

20.06.  Haldið frá hóteli til Malpensa flugvallar fyrir hádegi. Flogið heim meõ FI-591 klukkan 15:45 og lent í Keflavík klukkan 18:00.

Verð á mann í tvíbýli: kr. 195.000,-

 

 

 

(UPPSELD) Dónár sigling, 29. júlí - 4. ágúst 2024

29.07.  Flogið með FI-532 frá Keflavík klukkan 07:20 og lent í München klukkan 13:05. Þaðan er svo ekið til borgarinnar Passau þar sem gist verður fyrstu nóttina. Passau er oft nefnd þriggja fljóta borgin því þar renna saman árnar Dóná, Inn og Ilz. Að lokinni stuttri gönguferð um miðborgina er sameiginlegur kvöldverður á veitingastað.

30.07.  Fyrri hluti dags frjáls í Passau til klukkan 14:30 en þá er ekið til smábæjarins Engelhartszell, Austurríkismegin við landamærin og innritast á skemmtiferðaskipið A-Rosa Flora þar sem gist verður næstu 5 nætur. Um kvöldið verður svo siglt af stað niður eftir Dóná. Allar máltíðir, auk drykkja, eru innifaldar á veitingastað skipsins meðan á siglingu okkar stendur.

31.07.  Um klukkan 13:00 er komið til Vínarborgar, höfuðborgar Austurríkis, sem eitt sinn var höfuðborg stórveldis og menningarborg að fornu og nýju. Þar bjuggu keisararnir af Habsborgarættinni lengst af og Vínarborg var keisaraborg allt til ársins 1918. Þar er því að finna glæsilegar hallir s.s. Schönbrunn og Hofburg sem voru sumar- og vetrarhallir keisaranna. Við förum í skoðunarferð, eyðum deginum í Vínarborg og fáum tíma til að skoða okkur um. Kvöldverður um borð, að venju, og siglt af stað um nóttina.

01.08.  Á siglingu til baka upp Dóná er tekið land í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu. Gömul borg sem samt er þó yngsta höfuðborg Evrópu. Þar tökum við land klukkan átta um morguninn og gefum við okkur góðan tíma til að skoða gamla miðbæinn. Siglt af stað aftur um miðnætti.

02.08.  Siglt upp Dónárdalinn og gerður stuttan stanz í austurrísku bæjunum Krems og Melk.

03.08.  Um morguninn er komið til Linz, þriðju stærstu borgar Austurríkis. Linz er falleg og gömul menningarborg þar sem gaman er að rölta um stræti, skoða mannlífið og líta inn á kaffihús til þess að bragða hina einu sönnu Linzer Torte, eða linsuköku. Siglt aftur af stað klukkan tíu um kvöldið.

04.08.  Komið til Engelhartzell um morguninn og ekið þaðan til München flugvallar. Þaðan fljúgum við með FI-533 klukkan 14:05 og lendum í Keflavík klukkan 16:00.

Verð á mann: í A-klefa, með glugga, á þriðja þilfari: kr. 202.800,-

Verð á mann: í C-klefa, með frönskum svölum, á öðru þilfari: kr. 235.700,-

 

 

 

(UPPSELD) Ferð til Nice í Suður Frakklandi, 15. - 19. ágúst 2024

15.08.  Flogið með flugi FI-560 klukkan 16:25 til borgarinnar Nice við Miðjarðarhafströnd Frakklands og lent þar klukkan 22:30. Þaðan er ekið að Hotel Nice Riviera, sem er vel staðsett 4ra stjörnu hótel í miðborg Nice, þar sem við munum gista næstu 4 nætur. Kvöldhressing þegar þangað kemur.

16.08.  Farið í gönguferð um Nice fyrir hádegi, með staðkunnugum leiðsögumanni. Eftir hádegisverðarhlé er síðan farið í skoðunarferð til Saint Paul de Vence, sem er einn best varðveitti miðaldabær við suðurströnd Frakklands og er einnig þekktur fyrir söfn og listagallerí og fjölda listamanna, sem hafa kosið að búa þar. Þar munum við m.a. heimsækja Matisse kapelluna, sem hönnuð var af listamanninum Henri Matisse, og hann kallaði sjálfur „meistaverk sitt". Sameiginlegur kvöldverður.

17.08.  Frjáls dagur í Nice, sem er fimmta stærsta borg Frakklands og er gjarnan kölluð „hin fagra Nice". Borgin er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna og hefur lengi verið fjölsótt, bæði af ferðamönnum og listamönnum. Sameiginlegur kvöldverður.

18.08.  Farið í heimsókn til hafnarbæjarins Menton, sem m.a. er þekktur fyrir ávaxta- og þá sérstaklega sítrónurækt, allt frá fjórtándu öld. Bærinn oft nefndur sítrónuhöfuðborg Evrópu, enda er þar árlega haldin Sítrónuhátíð. Gamli bæjarhlutinn í Menton er einstaklega fallegur og við munum skoða okkur um þar og kynnast sítrónuræktinni. Sameiginlegur kvöldverður.

19.08.  Eftir að hafa skráð okkur út af hótelinu förum við í dagsferð. Villa Ephrussi, höll Béatrice barónessu af Rothschild, heimsótt og hádegisverður snæddur þar. Síðan er farið í vínsmökkun og á leið okkar út á flugvöll er sameiginlegur kvöldverður. Flogið heim með FI-561 klukkan 23:30. Áætluð lending klukkan 01:50.

Verð á mann í tvíbýli: kr. 175.000,-

 

 

 

(UPPSELD) Norður Ítalía og Maggiore vatn, 17. - 24. september 2024

17.09.  Flogið með flugi Flugleiða FI-590 klukkan 08:30 til Milano og lent þar um klukkan 14:45. Þaðan er ekið að bænum Stresa við Maggiore vatnið, sem er næststærsta stöðuvatn Ítalíu og liggur bæði í Ítalíu og Sviss. Þar gistum við næstu sjö nætur á Hótel Regina Palace, sem er meira en 100 ára gamalt glæsilegt hótel, sem hýst hefur kóngafólk og auðmenn og leikara og listamenn allt fram á okkar daga. Kvöldverður á hóteli.

18.09.  Dagsferð á Maggiore-vatni. Farið verður á siglingu á vatninu til Borromeo eyjanna og tekið land á helztu eyjunum. Kvöldverður á hóteli.

19.09.  Skoðunarferð til Mílanó þar sem litið verður á helztu kennileiti s.s. óperuhúsið fræga la Scala og Dómkirkjuna. Síðan verður gefinn góður frjáls tími til að skoða sig um í þessari næststærstu borg Ítalíu. Kvöldverður á hóteli.

20.09.  Frjáls dagur í Stresa. Tilvalinn til þess að eyða í göngu meðfram vatninu, sitja á kaffihúsi og kynnast heimamönnum. Kvöldverður á hóteli.

21.09.  Sveitaferð. Ekið upp Val Grande til Domodossola og farið í vín- og matarsmökkun héraðsins.

22.09.  Frjáls dagur í Stresa. Tilvalið að slaka á við sundlaugina. Kvöldverður á hóteli.

23.09.  Morguninn er frjáls en eftir hádegi er farið í skoðunarferð til Taranto garðanna, sem gerðir voru af Skotanum Neil McEarcharn fyrir bráðum 80 árum síðan og þykja einstaklega fagrir. Kvöldverður á hóteli.

24.09.  Brottför frá hóteli kl. 12:00 og ekið til Malpensaflugvallar. Flogið heim með FI-591 klukkan 15:45 og lent í Keflavík klukkan 18:00.

Verð á mann í tvíbýli: kr. 205.000,-

 

 

 

(UPPSELD) Suður England, 28. september - 3. október 2024

28.09.  Flogið til London með FI-450 klukkan 07:40 og lent þar klukkan 11:55. Ekið þaðan til Windsor, sem er einn bústaða Bretakonungs og mun vera stærsti kastali í heimi sem enn er búið í. Leiðsögn um Windsorkastala og frjáls tími í Windsor til að fá sér hressingu og skoða bæinn. Einnig er tilvalið að rölta yfir Thamesá til skólabæjarins Eaton, sem er á árbakkanum á móti Windsor. Síðan er farið til Swindon þar sem gist verður næstu 3 nætur á Leonardo Hotel Swindon. Kvöldverður á hóteli.

29.09.  Skoðunarferð til háskólaborgarinnar frægu, Oxford. Þar verður m.a. heimsóttur einn af hinum frægu stúdentagörðum (college) þeirra, gengið um miðbæinn og einnig verður frjáls tími þar. Síðar um daginn verður Blenheim Palace, höll hertogans af Marlborough og fæðingarstaður Winstons Churchills, heimsótt en staðurinn er ekki sízt frægur fyrir garðana sína. Skoðaðar verða þær vistarverur hallarinnar, sem eru opnar almenningi og einnig sýning sem helguð er kappanum Churchill. Kvöldverður á hóteli.

30.09.  Ekið um litrík þorp og bæi í Cotswolds, sem oft er kallað „hjarta Englands". Þar gefum við okkur tíma til að gera stuttan stanz í nokkrum bæjum og litast um. Kvöldverður á hóteli.

01.10.  Heilsdagsferð til Bath, Wells og Cheddar Gorge. Farið verður í skoðunarferð um Bath og rómversku böðin þar heimsótt og safnið sem þeim tengist. Þaðan er haldið til Wells, minnstu borgar í Englandi og dómkirkjan þar skoðuð. Í lok dags er svo ekið niður eftir tilkomumikilli Cheddar-gjánni. Komið í lok dags til Bristol, þar sem gist verður á Clayton Hotel Bristol City næstu 2 nætur. Kvöldverður á hóteli.

02.10.  Farið í skoðunarferð um Bristol. Meðal annars litið á gufuskipið Great Britain, sem var fyrsta haffæra skrúfudrifna skip veraldar og stærsta skip í heimi þegar það var smíðað 1843. Búið er, með miklum tilkostnaði, að færa skipið í upprunalegt horf með innviðum, gangfærri gufuvél og öllu sem tilheyrir. Sjón er sögu ríkari. Einnig verður litið á Clifton-hengibrúna, sem er ein frægasta brú Englands en síðan gefinn góður frjáls tími í Bristol. Kvöldverður á hóteli.

03.10.  Haldið af stað fyrir hádegi til Stonehenge og litið á þær merku forminjar. Síðan er ekið til Salisbury, þar gefur m.a. að líta dómkirkju, sem er talin ein sú fegursta í Englandi og skartar hæsta kirkjuturni landsins. Þar fáum við einnig frjálsan tíma til að líta á fallega miðbæinn og fá okkur hressingu áður en haldið er til Heathrow-flugvallar þaðan sem flogið er heim klukkan 21:25 með FI-455. Lent í Keflavík 23:40.

Verð á mann í tvíbýli: kr. 155.000,-

 

 

 

(UPPSELD) Rínar og Mosel sigling, 19. - 23. október 2024

19.10.  Flogið með Flugi FI520 til Frankfurt kl. 07:25 og lent þar klukkan 12:50. Ekið þaðan til Strassborgar, þar sem við innritum okkur í farþegaskipið Monet þar sem við gistum næstu 4 nætur. Kvöldverður um borð og að honum loknum kynnir áhöfnin sig og skemmtun og lifandi tónlist verður í aðalsalnum, eins og reyndar á hverju kvöldi.

20.10.  Þegar við vöknum erum við komin á siglingu niður eftir Rínarfljóti. Eftir morgunverð er komið við í þýzku borginni Mainz. Um morguninn gefst okkur tími til þess að skoða okkur um í þessari 2000 ára gömlu borg áður en við höldum siglingunni áfram og tökum land í vínræktarbænum Rüdesheim þar sem við förum í land og skoðum okkur um. Síðdegis siglum við svo um fegursta hluta Rínardalsins þar sem vínekrur liggja upp eftir hlíðunum og fornir kastalar standa uppi á hverri hæð. Við siglum fram hjá Lorelei-kletti þar sem vatnadísinn Lorelei heillar til sín þá sem framhjá sigla með söng sínum. Í lok dags er svo komið til smábæjarins Boppard þar sem skipið liggur um nóttina. Tilvalið að líta í bæinn um kvöldið.

21.10.  Um morguninn er siglt til Koblenz. Koblenz er forn borg og fögur og á sér áhugaverða sögu. Hún stendur við Þýzka hornið svokallaða þar sem ármót Rínar og Mósel eru. Við skoðum okkur aðeins um í Koblenz áður en við siglum af stað upp Mósel og komum svo síðdegis til smábæjarins Alken þar sem skipið okkar mun liggja um nóttina.

22.10.  Siglt upp eftir Mósel, þar sem hún liðast eftir Mósel-dalnum með vínekrur upp eftir öllum hlíðum. Komum til Cochem síðdegis og farið þar í gönguferð um miðbæinn. Um kvöldið er svo „gala"-kvöld um borð þar sem boðið er til hátíðarkvöldverðar og hressilegrar kvöldskemmtunar.

23.10. Haldið frá borði eftir morgunverð og ekið með stoppum til Frankfurtflugvallar þaðan sem flogið verður með FI-523 klukkan 17:35 og lent í Keflavík klukkan 19:20.

Verð á mann í tvíbýli: kr. 155.000,-

 

 

 

(UPPSELD) Jólamarkaðsferð til Bad Homburg, 29. nóvember - 3. desember 2024

29.11.  Flogið með flugi Flugleiða FI520 kl. 07:25 til Frankfurt og lent þar kl. 12:00. Ekið frá flugvelli inn til borgarinnar Bad Homburg, sem er í klukkustundar keyrslu frá Frankfurt. Bad Homburg er með fallegar gamlar byggingar og minnismerki frá gamalli tíð þegar greifinn af Hessen-Homburg réði ríkjum. Þetta var líka sumardvalarstaður þýzkra keisara sem sóttu þar í glæsilegustu heilsulindir Þjóðverja á 19. öld. Þar gistum við á Hotel Maritim, sem er glæsilegt hótel í miðbæ Bad Homburg, við aðalverzlunargötu bæjarins og skammt frá jólamarkaðnum. Sameiginlegur kvöldverður á hóteli.

30.11.  Um morguninn er farið í stutta sögugöngu um Bad Homburg en síðan er dagurinn frjáls. Sameiginlegur kvöldverður á hóteli.

01.12.  Farið í Rínardalinn og til bæjarins Rüdesheim. Þar förum við í vínsmökkun, enda bærinn og svæðið rómað fyrir vínrækt. Einnig verður gefinn góður tími til þess að litast um á jólamarkaðnum, en jólamarkaðurinn í Rüdesheim er einstaklega skemmtilegur. Sameiginlegur kvöldverður.

02.12.  Frjáls dagur í Bad Homburg. Boðið verður upp á rútuferð í Nordwest Zentrum verzlunarmiðstöðina. Sameiginlegur kvöldverður.

03.12.  Heimferðardagur. Ekið frá Bad Homburg til Frankfurt og flogið heim með FI521 kl. 13:00 til Keflavíkur og lent 15:40.

Verð á mann í tvíbýli: kr. 110.000,-

 

 

 

(UPPSELD) Jólaferð til Trier og Mosel, 4. - 8. desember 2024

04.12.  Flogið til Frankfurt með FI-520 kl. 07:25 og lent þar klukkan 12:00. Ekið til Trier, þar sem gist verður næstu 4 nætur á Hotel Ibis Styles, er vel staðsett hótel í miðbænum. Sameinginlegur kvöldverður.

05.12.  Farið í morgungöngu um miðbæ Trier, sem er ein af elztu borgum Þýzkalands. Hún var stofnuð fyrir meira en 2000 árum síðan og enn má sjá þar leifar af veru Rómverja. Að öðru leyti er dagurinn frjáls til þess að skoða sig um, líta í verzlanir o.sv.fr. enda miðborg Trier bæði lífleg og falleg. Svo má ekki gleyma jólamarkaðnum á aðaltorginu, sem einstalklega skemmtilegur. Sameiginlegur kvöldverður

06.12.  Haldið niður eftir Móseldal og litast um í vínræktarbæjunum þar. Meðal annars stanzað litið á jólamarkað og farið í vínsmökkun. Komið heim á hótel síðdegis. Sameiginlegur kvöldverður

07.12.  Frjáls dagur í Trier. Sameiginlegur kvöldverður.

08.12.  Haldið frá Trier um klukkan 08:30 til Brussel og flogið þaðan klukkan 12:55. Lent í Keflavík klukkan 15:15

Verð á mann í tvíbýli: kr. 110.000,-

 

 

 

Upplýsingar fyrir farþega:

  •  Munið eftir gildum vegabréfum í utanlandsferðum.
  •  
  •  Forfallatrygging er ekki innifalin í staðfestingargjaldi.
  •  
  •  Ferða- og forfallatryggingar eru á eigin ábyrgð.
  •  
  • • Vinsamlegast athugið að breytingar geta orðið á skoðunarferðum vegna veðurs.
  •  
  • • Skatta- og gengisbreytingar gætu breytt auglýstu verði.
  •  
  • • Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík og Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar bera ekki ábyrgð á töfum eða breytingum á ferðaáætlun vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna. Vísað er í almenna ferðaskilmála á heimasíðu ferðaskrifstofunnar.
  •  
  • • Hafið ætíð evrópskt sjúkratryggingakort "E-111" frá Sjúkratryggingum Íslands meðferðis í utanlandsferðir.
  •  
  • • Konur sem búa í öðru sveitarfélagi en Reykjavík geta farið í ferðir, en verða sjálfar að sækja um niðurgreiðslu til orlofsnefndar í sínu umdæmi.
  •  
  • Staðfestingargjald vegna ferða þarf að greiða innan viku eftir að þátttaka hefur verið samþykkt. Verði gjaldið ekki greitt innan þess tíma fellur pöntunin niður. Gengið skal frá fullnaðargreiðslu ferðar á viðkomandi ferðaskrifstofu, nema annað sé tekið fram.
  •  
  • • Vinsamlegast boðið forföll eins skjótt og auðið er. Endurgreiðslur eru samkvæmt almennum ferðaskilmálum á heimasíðu viðkomandi ferðaskrifstofu.
  •  
  • • Nýjar reglur um gjafabréf. Gjafabréf Icelandair eru ekki gild lengur fyrir hópa/hópferðir.

 

01.02.2022 07:01

Símanúmer  og tölvupóstur Orlofsnefndar eru:

Tölvupóstur er:   orlofh@simnet.is  Veffang er: orlofrvk.123.is og símanúmer er 864 2617 eða  551 2617

 

Ferðir erlendis 

Upplýsingar fyrir allar ferðir til útlanda eru: 

Innifalið í verði er. Flug, flugvallaskattur, gisting í tvíbýli, morgunverður, kvöldmatur, allur akstur og ferðir samkvæmt lýsingu fyrir hverja ferð. Íslensk farastjórn.  Skráning á skrifstofu Orlofsnefndar í síma 551-2617 eða í síma 864-2617. Staðfestingargjald kr. 60.000,-, greiðist hjá Ferðaskrifstofu G. Jónassonar, sími 511- 1515, eða að Vesturvör 34, Kópavogi. Fullnaðargreiðsla 8 vikum fyrir brottför.

 

Fullnaðargreiðsla fyrir:  

• Munið eftir gildum vegabréfum í utanlandsferðum.  

• Forfallatrygging er ekki innifalin í staðfestingargjaldi.  

• Ferða- og forfallatryggingar eru á eigin ábyrgð. 

• Vinsamlegast athugið að breytingar geta orðið á skoðunarferðum vegna veðurs. • Skatta- og gengisbreytingar gætu breytt auglýstu verði. 

• Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík og Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar  bera ekki ábyrgð á töfum eða breytingum á ferðaáætlun vegna ófyrirsjáanlegra  aðstæðna. Vísað er í almenna ferðskilmála á heimasíðu ferðaskrifstofunnar. 

• Hafið ætíð evrópskt sjúkratryggingakort „E-111“ frá Sjúkratryggingum Íslands  meðferðis í utanlandsferðir.  

• Konur sem búa í öðru sveitarfélagi en Reykjavík geta farið í ferðir, en verða  sjálfar að sækja um niðurgreiðslu til orlofsnefndar í sínu umdæmi.  

• Staðfestingargjald vegna ferða þarf að greiða innan viku eftir að þátttaka hef ur verið samþykkt. Verði gjaldið ekki greitt innan þess tíma fellur pöntunin  niður. Gengið skal frá fullnaðargreiðslu ferðar á viðkomandi ferðaskrifstofu,  nema annað sé tekið fram. 

• Vinsamlegast boðið forföll eins skjótt og auðið er. Endurgreiðslur eru sam kvæmt almennum ferðaskilmálum á heimsíðu viðkomandi ferðaskrifstofu. • Þær konur, sem ætla að nýta gjafabréf Icelandair, þurfa að afhenda það þegar  staðfestingargjald er greitt og ekki síðar en 8 vikum fyrir brottför. Gjafabréf er  ekki hægt að nota upp í greiðslu staðfestingargjalds. Eingöngu er heimilt að nota  eitt gjafabréf í hverja ferð. Ekki er hægt að framvísa gjafabréfi eftir að farseðill  hefur verið gefinn út. 

 

29.01.2022 09:29

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 73
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 108
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 101590
Samtals gestir: 11773
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 17:12:47